Reykjavik Art Book Fair 2024
Bókverkamarkaðurinn í Reykjavík opnar þriðja sinni, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi
Fimmtudaginn, 23. maí milli 17-22 og verður opinn föstudag til sunnudag frá 12-17
Þátttakendur koma víðsvegar að, austan hafs og vestan, að norðan og sunnan og munu allir koma með full koffort af bókverkum til að sýna og selja milliliðalaust. Bókverkamarkaðurinn er alþekkt form og á sér fyrirmynd víðs vegar um heim þar sem ægir gjarnan saman sjálfstætt starfandi listamönnum og listamannareknum rýmum, galleríum, söfnum og óhefðbundnum bókaforlögum, aðgerðarsinnum, ljóðskáldum, listnemum, bóhemum og menningarvitum sem kynna bókverk, ritlinga (zine), hönnunargripi, listtímarit, fjölfeldi, hlutfeldi, sýningaskrár, catalogue raisonné, ljóðabækur og fleira áhugavert.
Sýningar munu opna samhliða í heimagalleríinu 1. h.v., í Nýlistasafninu, Y Gallery og Associate gallery þar sem bókverk fjölmargra frábærra listamanna verða sýnd.
Dyr Bókverkamarkaðarins opna klukkan 17 þann 23. maí og munu ævintýrahugarnir í Grugg & Makk sjá til þess að gestir geti vætt kverkarnar og vermt brjóstið. Á sunnudeginum skýtur Blómstra upp anga á Bókverkamarkaðnum og hægt verður að njóta kaffis og meððí frá föstudegi til sunnudags.
Reykjavík Art Book Fair er unnið í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands með stuðningi frá Reykjavíkurborg.
The Reykjavik Art Book Fair opens for the third time at the Reykjavik Art Museum, Hafnarhús
Thursday May 23-26. The fair will be open from 17-22 on the opening night and Friday – Sunday 12-17.
Participants come from near and far, from east and west, north and south, bringing chests full of treasures to show and sell first hand. An art book fair is a known platform around the world, a place where a mélange of artists, creative publishers, galleries, museums, artist-run spaces, bohemians, lords and ladies, activists, writers, poets and students meet to buy and sell their work and published material, art books, zines, creative writing, limited editions, multiples, catalogue raisonné and more.
In parallel with the fair, exhibitions will open in four locations, a home gallery 1.h.v., at the Living Art Museum, Y Gallery and Associate gallery, where artist books of a diverse group of topnotch artists will be shown.
The doors to the Reykjavik Art Book Fair open at 17 on Thursday May 23rd where the adventurers of Grugg & Makk will make sure guests can soften their throats and lift the spirit during the opening night. On Sunday Blómstra will open a pop up, as well as this, guests can enjoy coffee and sides Friday to Sunday.
The exhibition openings begin on Wednesday 22nd May at the Living Art Museum at 17:00, then at Y Gallery on Friday 24th May at 18:00, 1.h.v. on Saturday 25th May at 18:00, then finally the fair closes with the final exhibition at Associate Gallery on Sunday 26th May at 18:00.
The Reykjavík Art Book Fair is in collaboration with the Reykajvík Art Museum and the Iceland University of the Arts with support of the City of Reykjavík.